Fis brotlenti á Bakkaflugvelli

Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um flugslys á Bakkaflugvelli um hádegisbil í dag. Þar hafði fis brotlent en flugmaðurinn slasaðist minniháttar.

Fisið er mikið skemmt. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samsgöngslysa.

Í gær valt bifreið á Mýrdalssandi en í henni var erlent par með ungt barn. Sluppu þau ómeidd en voru þó flutt til aðhlynningar á heilsugæsluna á Vík.

Fyrri greinSlösuð göngukona sótt í Almenninga
Næsta greinLeitað að konu í sjálfheldu í Ingólfsfjalli