Fínt skíðafæri í Flóanum

Ljósmynd/Þjótandi

Gönguskíðasvæði Ungmennafélagsins Þjótanda við Hurðarbaksveg í Flóahreppi er opið í dag, líklega eina skíðasvæðið sem opið er á Suðurlandi.

Þar er fínt skíðafæri á þessum síðasta degi aprílmánaðar, heiðskírt og logn og bjart fram undir miðnætti, svo að nú er bara að drífa sig af stað og skíða inn í maímánuð.

Fyrri greinAuka töffaraskapur frá The Boss
Næsta greinÍslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik