Finnur Bjarki til liðs við Sunnlenska

Finnur Bjarki Tryggvason á Hvolsvelli hefur gerst fréttaritari Sunnlenska í Rangárvallasýslu.

Með því er von blaðsins að geta enn frekar aukið á fréttaflutning af eystri hluta dreifingarsvæðis blaðsins, ekki síst í ljósi þess að í nýlegu áskriftarátaki í sveitum Rangárvallasýslu voru viðtökur frábærar og jókst verulega fjöldi þeirra sem fá blaðið sent heim til sín á hverjum fimmtudegi.

Um leið og Sunnlenska býður Finn Bjarka velkominn til starfa bendum við þeim sem vilja koma efni á framfæri við blaðið að hafa samband við Finn með það sem þeir telja að eigi erindi á síður Sunnlenska.