Finnum fyrir velvilja viðskiptavina

Þrátt fyrir mikið áfall í rekstri Plastiðjunnar á Selfossi í kjölfar brunans sem þar varð í síðasta mánuði er nú unnið að endurreisn fyrirtækisins.

Fyrirtækið hefur þegar fjárfest í einni nýrri vélalínu til að sinna flöskublæstri. Áætlað er að koma henni í gagnið um miðjan janúar.

„Við komum henni fyrir hjá viðskiptavini okkar í Reykjavík en það verða starfsmenn Plastiðjunnar sem munu sinna því verkefni að framleiða plastflöskur, bæði fyrir þann kúnna og aðra,“ segir Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Hann segir fyrirtækið og starfsfólk og eigendur þess hafa mætt miklum skilningi hjá viðskiptavinum í kjölfar brunans og hann segir það vera lykilatriði í þeirri ákvörðun að hefja endurbyggingu fyrirtækisins.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinMikill fjöldi heilsaði upp á jólasveinana
Næsta greinTuttugu eldri lögreglumenn heiðraðir