Fín veiði í Veiðivötnum

Þrátt fyrir leiðinda veður af og til í síðustu viku var áfram góð veiði í Veiðivötnum og nokkrir stórfiskar komu á land.

Mest veiddist sem fyrr í Litlasjó, 1.334 fiskar í vikunni. Úr vötnunum komu 3.344 fiskar í þriðju viku svo heildarveiðin er nú 14.016 fiskar í Veiðivötnum. Meðal stórfiska sem komu á land var 13 punda urriði kom á land í Hraunvötnum.

Margir stórfiskar hafa veiðst í sumar, stærsti fiskurinn í fyrstu viku var 14,6 pund og veiddist í Hraunvötnum. Í sömu viku kom á land 9 punda bleikja sem fékkst úr Snjóölduvatni.

Fyrri greinFíkniefnaræktun upprætt á Bakkanum
Næsta greinNýr landvarðarbústaður í Blágiljum