Fimmtungi minni umferð á Suðurlandi

Verulega hefur dregið úr umferð bíla á Suðurlandi og benda tölur um akstur í júní til þess að umferðin í sumar verði í líkingu við það sem hún var fyrir fimm árum.

Umferð hefur dregist saman um allt land og hefur það ekki gerst áður á þessum árstíma. Samdrátturinn er mestur á Suðurlandi eða 17,5 prósent sé miðað við júní í fyrra.

Eftir því sem viðmælendur Sunnlenska úr ferðaþjónustu segja á fækkun ferðamanna við um allt héraðið.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT