Fimmti hver á Suðurlandi

Í lok árs 2010 voru 41 á biðlista eftir plássi á hjúkrunarheimili á Suðurlandi.

Það er um fimmtungur þeirra sem voru á biðlista á landinu öllu en þeir voru 215 talsins. Heldur virðist halla á Suðurland við úthlutun þegar skoðað er heildarúthlutun.

1.295 umsóknir um búsetu á hjúkrunarheimilum voru afgreiddar í fyrra, þar af 115 á Suðurlandi. 19 málum var synjað á Suðurlandi og einu frestað. 74 hjúkrunarrýmum var úthlutað á árinu.

Á síðasta ári var úthlutað 791 hjúkrunarrýmum, sem er nærri því að vera um þriðjungur allra hjúkrunarrýma á landinu, en samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er heildarfjöldi hjúkrunarrýma 2.542 á landinu öllu.

Fyrri greinLýst eftir ökumanni jeppa
Næsta greinInnlend eftirspurn eykst