Fimmtán umferðarslys á Suðurlandi í síðustu viku

Fimmtán umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku.

Banaslys varð á Þjóðvegi 1 við Viðborðssel, vestan Hornafjarðarfljóts, síðastliðinn fimmtudag þar sem gangandi vegfarandi varð fyrir bifreið. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn sem lést hét Bergur Bjarnason, en hann var bóndi í Viðborðsseli. Bergur var 83 ára og lætur eftir sig sambýliskonu og tvö uppkomin börn.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að önnur umferðaslys í liðinni viku hafi verið án alvarlegra meiðsla en ljóst að í einhverjum tilfellum hafi farið betur en á horfðist.
Fyrri greinLögreglumaður fauk 200 metra
Næsta greinHamar vann stigakeppnina