Fimmtán slökkviliðsmenn útskrifaðir

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Það var skemmtilegur morgun í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi í morgun en að vanda fengu viðbragðsaðilar fjölda gesta á opið hús.

Morguninn hófst á hátíðlegri athöfn þar sem fimmtán slökkviliðsmenn voru útskrifaðir úr sínu námi í Brunamálaskólanum. Fimm nemar útskrifuðust úr grunnnámi og tíu slökkviliðsmenn útskrifuðust úr stóra náminu sem ætlað er fyrir þá er hafa slökkvistörf að aðalstarfi.

Að athöfn lokinni hófu svo gestir og gangandi að koma í Björgunarmiðstöðina til þess að kynna sér starfsemina skoða bíla og tæki viðbragðsaðila.

Fyrri grein„Laugaskarð er ein notalegasta flotflaug landsins“
Næsta greinAuðbjörg sæmd fálkaorðu