Fimmtán sækja um í Árborg

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimmtán umsækjendur eru um starf bæjarstjóra í Árborg en umsóknarfrestur rann út þann 10. júlí.

Meðal umsækjenda eru Gunnsteinn R. Ómarsson, fráfarandi bæjarstjóri í Ölfusi, Gísli H. Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri á Ísafirði og Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfusi. Einnig eru Einar Bárðarson, samskiptastjóri, Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltúi Árborgar og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri meðal umsækjenda.

Umsækjendurnir eru:

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Dorota Feria Escobedo, frístundaráðgjafi

Einar Bárðarson, samskiptastjóri

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Guðlaug Einarsdóttir, deildarstjóri

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri

Haukur Þór Þorvarðarson, enskukennari

Kristján Sturluson, sérfræðingur

Linda Björk Hávarðardóttir, vendor manager

Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri

Ómar Stefánsson, forstöðumaður

Sverrir Sigurjónsson, sölustjóri

Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri

Fyrri greinSelfoss á leið í Evrópukeppnina
Næsta greinÆgir náði ekki að brjóta Vængina