Fimmtán milljón króna styrkur til sveitarfélaganna

Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands hefur samþykkt að sveitarfélögin á Suðurlandi fái fimmtán milljóna króna styrk á árinu 2015 til kynningar á flokkun og sorphirðu.

Styrkurinn er einnig ætlaður til aðgerða sem aukið geta þátttöku íbúa í flokkunarverkefnum og áhuga þeirra og meðvitund á mikilvægi sorpflokkunar.

Upphæðinni verður skipt í samræmi við íbúafjölda þann 1. janúar 2015.

Fyrri grein„Metnaðarleysi í byggðamálum er sláandi“
Næsta greinLaunakostnaður eykst um hálfan milljarð