Fimmtán í einangrun á Suðurlandi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimmtán manns eru í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi í dag og sex eru í sóttkví.

Flestir eru í einangrun í Árborg, tíu talsins en þrír í Bláskógabyggð og tveir í Skaftárhreppi. Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Þá eru 365 manns á Suðurlandi í sóttkví eftir skimun á landamærunum.

Alls greindust sex með kórónuveiruna innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinSara og Hrafn efnilegasta júdófólk ársins
Næsta greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2020