Fimmtán fisvélar á Selfossflugvelli

Í morgun stoppuðu fimmtán fisflugvélar á Selfossflugvelli en þær voru að leggja af stað í árlega sumarferð Fisfélags Reykjavíkur, en það er vinafélag Flugklúbbs Selfoss.

Með í för voru þrír Danir á tveimur fisum, önnur er tékknesk af gerðinni CTsl, gríðarlega falleg vél og vel útbúin, en hún kom fljúgandi yfir hafið og er búinn að fara víða um landið, Grímsey, Egilsstaðir og fleiri staði.

Hin vélin er svokallaður Gyrokopti, en sá kom með Norrænu.

gyrokopti040712tht_422537346.jpg
Gyrokoptinn flytur flugmann og einn farþega. sunnlenska.is/Þórir Tryggvason

Fyrri greinVeiðin að glæðast í Litlasjó
Næsta greinFyrsti sigur KFR