Fimmtán brennur á Suðurlandi í dag

Kveikt í áramótabrennu. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimmtán áramótabrennur verða á Suðurlandi í dag en kveikt verður í þeirri fyrstu kl. 16:30 á Selfossi.

Sýslumennirnir á Suðurlandi hafa gefið út brennuleyfi fyrir eftirfarandi brennur:

  • Kl. 16:30 á gámasvæðinu á Selfossi.
  • Kl. 17:00 við Óseyrarbraut í Þorlákshöfn og á Gaddstaðaflötum á Hellu.
  • Kl. 17:30 á vestari Miðkotsskák í Þykkvabæ.
  • Kl. 18:00 við Krókatún á Hvolsvelli.
  • Kl. 20:00 við Hafnarbrú á Eyrarbakka og við tjaldstæðið á Flúðum.
  • Kl. 20:30 við Arnhólma á Stokkseyri, í Þverbrekku í Hveragerði, við golfvöllinn á Borg í Grímsnesi, við Höfðaveg í Laugarási og við Brautarhól í Reykholti.
  • Kl. 21:00 í Vík í Mýrdal við Víkurá og á gámasvæðinu á Kirkjubæjarklaustri.
  • Kl. 21:30 við Laugarvatn.
Fyrri greinSr. Arnaldur eini umsækjandinn
Næsta greinMest lesið á Sunnlenska.is árið 2019