Fimmtán ára innbrotsþjófur

Fimm piltar voru handteknir vegna tveggja innbrota á Selfossi í nótt. Yngsti innbrotsþjófurinn er fimmtán ára gamall.

Piltarnir, sem eru á aldrinum 15 til 19 ára, stálu áfengi í Hótel Selfoss og brutust einnig inn í mannlaust íbúðarhús. Í fórum þeirra fannst áfengi sem talið er vera frá hótelinu.

Yfirheyrslur hófust yfir drengjunum nú í morgun. Lögregla hafði samband við foreldra þeirra og málið hefur verið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda vegna þeirra sem voru undir 18 ára aldri.

Fyrri greinMagnús Aron þjálfar Svía
Næsta greinFyrsta ballið í Eden