Fimmhundruð bíósæti gefin í menningarsalinn

Sveitarfélagið Árborg hefur fengið að gjöf yfir 500 bíósæti úr Smárabíói í Kópavogi. Axel Ingi Viðarsson í Selfossbíói hafði milligöngu um gjöfina.

Axel Ingi er varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar og þegar honum áskotnuðust stólarnir gerði hann það að tillögu á fundi nefndarinnar að sveitarfélagið myndi taka við þessari gjöf fyrir menningasalinn.

„Við tókum til í salnum til að koma stólunum fyrir og þeir eru komnir þar inn. Í framhaldinu verður það metið hvort og hvað er hægt að gera í salnum, hvað það kostar og í hversu mörgum skrefum þarf að vinna það,“ sagði Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborgar, í samtali við Sunnlenska.

„Það eru áhugsamir einstaklingar sem vilja koma upp hálfgerðum styrktarsjóði fyrir salinn og halda þarna tónleika og fleira og láta ágóðann renna í uppbyggingu hússins. Þetta er mjög áhugavert framtak sem vonandi getur orðið að veruleika í einhverri mynd,“ sagði Bragi ennfremur.

Fyrri greinNýr varðstjórabíll hjá Brunavörnum Árnessýslu
Næsta greinSigurhrinu Hamars lokið