Fimm vilja stýra Goðheimum

Leikskólinn Goðheimar sem er í byggingu við Engjaland á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fimm umsækjendur eru um stöðu leikskólastjóra í Goðheimum, nýjum leikskóla sem er nú í byggingu við Engjaland á Selfossi.

Ráðið verður í starfið frá og með 1. janúar næstkomandi en leikskólastjórinn mun koma að allri undirbúningsvinnu og faglegu samstarfi í tengslum við opnun skólans, sem opnar á næsta ári.

Umsækjendurnir eru:
Anna Gína Aagestad
Birna Guðrún Jónsdóttir
Laufey Heimisdóttir
Sigríður Birna Birgisdóttir
Sólveig Dögg Larsen