Fimm vilja starfsemi í Seljalandsskóla

Fimm aðilar í ferðaþjónustutengdri starfsemi hafa sótt um að fá Seljalandsskóla undir Eyjafjöllum leigðan af sveitarfélaginu Rangárþingi eystra.

Hreppurinn á skólann allann, eftir að hafa keypt hlut ríkisins fyrir um einu og hálfu ári, en hefur ekki fengið þinglýst kaupsamningi á byggingunni, þar sem ekki er búið að ganga frá lóðamálum þar í kring. Vandinn liggur í nokkuð flóknu eignarhaldi frá því jörðinni var skipt upp.

Á miðri síðustu öld var skólahúsnæði byggt upp á Seljalandi en aldrei var fyllilega gengið frá eigendaskiptum á svæðinu og ekki náðst samkomulag um eignarhlutinn. Sveitarfélagið hugðist selja húsnæðið, eftir að skólahald var lagt þar niður og kennsla flutt á Hvolsvöll. Ekki hefur fengist leyfi til þess að hálfu þeirra sem eiga landið undir húsnæðinu.

Þess í stað hefur nú orðið samkomulag við landeigendur að húsið verði leigt og hreppurinn geti haft tekjur af því þannig.

Fimm aðilar hafa sóst eftir húsinu leigðu og allir hyggjast þeir koma þar upp gistiaðstöðu. Allir þeirra hafa ákveðin tengsl í sveitarfélagið. Meðal þeirra eru tveir aðilar sem nú þegar stunda ferðaþjónustu í sveitinni.

Að sögn Ísólfs Gylfa Pálmasonar, sveitarstjóra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hver fær húsið leigt.