Fimm verkefni hlutu menningarstyrki

Sjö umsóknir bárust um menningarstyrki til menningar- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Árborgar vegna ársins 2014. Ákveðið var að styrkja fimm verkefni um alls 350.000 krónur.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru Hestamannafélagið Sleipnir, sem hlaut 50 þúsund króna styrk til jólahátíðar, Karlakór Selfoss, til að koma lagasafni sínu á rafrænt form, en kórinn hlaut 50 þúsund krónur. Sagafest, tónlistar- og listahátíð fær 75 þúsund krónur.

Konubókastofan á Eyrarbakka hlaut tvöfaldan styrk, annars vegar 60 þúsund krónur vegna verkefnisins 100 ára kosningabarátta kvenna og hinsvegar 60 þúsund krónur í verkefnið Verkakonur og þvottakonur á öldum áður.

Loks hlaut leikhópurinn Lopi 50 þúsund krónur í styrk til uppsetningar leikrits með unglingum.

Fyrri greinRitsmiðja í Hveragerði
Næsta greinVilja sjá um rekstur íþróttamannvirkja