Fimm undir áhrifum við akstur

Lögreglan á Selfossi kærði fjóra ökumenn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna um helgina.

Tveir þeirra voru að auki kærðir fyrir akstur sviptir ökurétti.

Fimmti ökumaðurinn sem tekinn var úr umferð var staðinn að ölvunarakstri.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi.