Fimm sunnlensk sveitarfélög í Útsvarinu

Fimm sunnlensk sveitarfélög verða með í spurningaþættinum Útsvar í Ríkissjónvarpinu í vetur.

Útsvarið hefur verið einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsin en þar etja kappi lið sveitarfélaga í spennandi spurningakeppni.

Að þessu sinni taka fimm sunnlensk sveitarfélög þátt; Árborg, Hveragerði, Ölfus, Rangárþing ytra og Ásahreppur en Áshreppingar voru dregnir út sem fulltrúi sveitarfélaga með færri en 500 íbúa og eru að keppa í útsvarinu í fyrsta skipti. Ölfus og Rangárþing ytra mæta einnig til leiks í ár í fyrsta skipti.

Sveitarfélögin vinna nú að því að tilnefna keppendur í þriggja manna lið. Á heimasíðu Ásahrepps eru áhugasamir beðnir um að láta vita af sér og á skrifstofu Rangárþings ytra er einnig óskað eftir tilnefningum.

Fyrri greinStyrmir bikarmeistari og liðið í fjórða sæti
Næsta greinSelfoss áfram í 1. deildinni