Fimm sækja um prestsstörf í Vík og Skálholti

Víkurkirkja. Ljósmynd/Sigurður Hjálmarsson

Fimm umsækjendur eru um starf sóknarprests í Víkurprestakalli og fimm umsækjendur um starf sóknarprests í Skálholti.

Um sóknarprestsstarf í Víkurprestakall sóttu Árni Þór Þórsson, mag. theol., Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol., Edda Hlíf Hlífarsdóttir, mag. theol., sr. Ingibjörg Jóhannsdóttir og einn umsækjandi óskar nafnleyndar.

Um sóknarprestsstarf í Skálholtsprestakalli sóttu sr. Arnaldur Arnold Bárðarson, Árni Þór Þórsson, mag. theol., Bryndís Böðvarsdóttir, mag. theol., sr. Dagur Fannar Magnússon og sr. Ingibjörg Jóhannsdóttir.

Nú fer í gang valferli en valnefndir prestakallanna munu velja sóknarprest úr hópi umsækjenda.

Fyrri greinSumarhúsaeigendur hugi að öryggismyndavélum
Næsta greinUm 50 krakkar á HSK móti í júdó