Fimm sækja um embætti skólameistara

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands en Olga Lísa Garðarsdóttir lætur af störfum í sumar.

Umsækjendurnir eru:
Gunnar Páll Steinarsson
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Soffía Sveinsdóttir
Sveinn Skúli Jónsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir

Skipað verður í embættin öll frá 1. ágúst næstkomandi en mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættin til fimm ára í senn að fenginni umsögn skólanefndar.

Fyrri greinÞórir hættir sem þjálfari Selfoss
Næsta greinTveimur sleppt úr haldi