Fimm sækja um skólameistarann

Fimm sækja um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Suðurlands en Örlygur Karlsson lætur af störfum í sumar.

Umsækjendurnir eru:
Guðrún Ragnarsdóttir, kennslustjóri í Borgarholtsskóla
Jóhannes Ágústsson, framhaldsskólakennari og fv. skólastjóri.
Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands
Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari í FSu.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, framhaldsskólakennari og sviðsstjóri í FSu. Þórunn er í ársleyfi frá FSu og starfar nú sem sérfræðingur hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Nýr skólameistari tekur til starfa þann 1. ágúst nk.

Fyrri greinEldur í húsi á Selfossi
Næsta greinBabacar semur til þriggja ára