Fimm sækja um Eyrarbakkaprestakall

Fimm umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli sem veitt verður frá 1. júlí næstkomandi.

Umsækjendurnir eru mag. theol. Anna Þóra Paulsdóttir, mag. theol. Arnór Bjarki Blomsterberg, séra Kristján Björnsson, séra Úrsúla Árnadóttir og mag. theol. Viðar Stefánsson.

Einn dró umsókn sína til baka.

Frestur til að sækja um embættið rann út 22. mars sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts.