Fimm fluttir á slysadeild

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Hellisheiði laust fyrir klukkan 16 í dag.

Bíllinn endaði á hvolfi utan vegar og er óhappið rakið til hálku en tildrögin eru enn óljós, að sögn lögreglunnar.

Tíu ára drengur meiddist eitthvað á hendi en aðrir virtust vera minna meiddir að sögn lögreglu. Þau voru þó öll flutt á slysadeild í Reykjavík til skoðunar og aðhlynningar.