Fimm bjargað af þaki bíls í Fiská

Fimm manns var bjargað á þurrt land þegar bifreið festist í Fiská í Fljótshlíð í hádeginu í dag. Svo virðist sem ís á ánni hafi gefið sig undan þunga bílsins.

RÚV greinir frá þessu.

Björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út og óskað var aðstoðar Landhelgisgæslunnar en þyrla hennar var afturkölluð vegna þess hversu greiðlega gekk að hjálpa fólkinu.

Enginn slasaðist í óhappinu.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir í samtali við RÚV að fólkið í bílnum hafi verið komið upp á þak hans þegar lögreglu og björgunarsveitarfólk hafi borið að. Því hafi svo verið hjálpað yfir í lögreglu- og björgunarsveitarbíla.

Frétt RÚV

Fyrri greinVildarvinir lögreglu fá 25% afslátt af hraðasektum
Næsta greinEkki talið að stíflan muni skapa hættu í byggð