Fimm alvarlega slasaðir eftir flugslys við Múlakot

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Laust eftir 20:30 í kvöld fékk Neyðarlínan tilkynningu um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð. Eldur var þá laus í flugvélinni.

Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn.

Alls voru fimm aðilar í flugvélinni og eru allir alvarlega slasaðir.

Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Jafnframt hefur viðbragsteymi Rauða kross Íslands verið sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.

Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Fyrri greinÞyrla kölluð til á Öræfajökli
Næsta greinÞrír létust í flugslysinu