Fimm af tíu íbúðum seldar

„Já, fimm af íbúðunum tíu eru seldar og við erum ekki einu sinni byrjaðir að byggja, þetta er frábært, ég á von á því að hinar fimm íbúðirnar fari mjög fljótlega.“

Þetta segir Örn Sigurðsson í Vík í Mýrdal þegar hann var spurður hvort það væri rétt að búið væri að selja helming þeirra íbúða, sem hann og Jóhannes Kristjánsson og Sigurður Elías Guðmundsson eru að fara að byggja.

Um er að ræða tvö fimm íbúða raðhús þar sem hver íbúð verður um 90 fermetrar að stærð. Annað húsið mun snúa að Mánabraut og hitt að Sunnubraut.

TENGDAR FRÉTTIR:
Hyggjast byggja tíu raðhúsaíbúðir í Vík