Fimm ættliðir í beinan kvenlegg

Sitjandi eru Sigríður og Kristín Björk með Unu Margréti í fanginu og fyrir aftan standa mæðgurnar Kristín Áslaug og Þorgerður. Ljósmynd/Aðsend

Í dag var skemmtileg stund á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem hittust fimm ættliðir í beinan kvenlegg, Sigríður Karólína Jónsdóttir frá Mið-Grund undir V-Eyjafjöllum og afkomendur hennar.

Sigríður er fædd þann 25. febrúar 1925 og þann 29. júlí í sumar fæddist langalangömmubarnið Una Margrét.

Hópurinn stillti sér að sjálfsögðu upp til myndatöku en þær eru Sigríður Karólína Jónsdóttir fædd 25. febrúar 1925, Kristín Áslaug Guðmundsdóttir, fædd 7. mars 1950, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, fædd 22. október 1967, Kristín Björk Hilmarsdóttir fædd 16. desember 1992 og Una Margrét Kristjánsdóttir fædd 29. júlí 2018.

Fyrri greinÞórsarar sterkir í seinni hálfleik
Næsta greinKonan kærir gæsluvarðhaldsúrskurðinn