Fimm á sjúkrahús eftir bílveltu

Tveir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík og þrír til læknis á Hvolsvelli eftir bílveltu á Suðurlandsvegi við Miðkrika um kl. 11:30 í morgun. Meiðsli fólksins eru ekki talin alvarleg.

Sjö manns voru í bílnum sem fór útaf veginum í hálku og valt nokkrar veltur. Hann er talinn gjörónýtur.

Lögreglan á Hvolsvelli varar vegfarendur við hálku um allt umdæmið.

Fyrri greinVel heppnaðir íbúafundir í Rangárþingi eystra
Næsta greinÞrjú sunnlensk bönd í Músíktilraunum