Fimm ættliðir komu saman

Elmar Snær Árnason naut sín vel í fanginu á langalangömmu sinni, henni Huldu Sæland á Selfossi nýverið, en það gerist ekki á hverjum degi að fimm ættliðir komi saman.

Á myndinni hér til hliðar er Hulda fyrir miðju með Elmar Snæ, vinstra megin við þau er Díana Gestsdóttir, móðir Elmars. Amman, Rannveig Árnadóttir er hægra megin og langamman, Sigríður Sæland aftast, fyrir aftan Huldu móður sína.

Fyrri greinHúsráðandi forðaði stórtjóni
Næsta greinBílveltur og óhöpp um alla sýslu