Filmverk á nýjum stað

Sl. þriðjudag opnaði ljósmyndavöruverslunin Filmverk á nýjum stað að Eyravegi 38 á Selfossi. Í sama húsi má finna Flugger málningavöruverslunina og gjafavöruverslunina Evítu.

Lýður Geir Guðmundsson, eigandi Filmverks, segir að nýja staðsetningin sé liður í bættri þjónustu við viðskiptavini. ,,Helsti kosturinn við flutningana er að nú getum við verið á einni hæð, en við vorum áður á tveimur. Með þessu getum við einnig aukið framleiðsluna hjá okkur og stækkað stúdíóið,” segir Lýður.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku.