Fíkniefni og fjármunir fundust í heimahúsi

Selfoss. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Lögreglan á Suðurlandi handtók tvo menn á Selfossi um helgina vegna gruns um að þeir hafi verið að dreifa fíkniefnum.

Leit í bifreið sem þeir voru á og heima hjá öðrum þeirra leiddi í ljós nokkuð magn fíkniefna og fjármuni sem annar þeirra kannaðist við að væri afrakstur fíkniefnasölu.

Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn en málið er áfram í rannsókn.

Fyrri greinStórleikir framundan í bikarnum
Næsta greinGettu betur hefst í kvöld