Fíkniefni fundust við húsleit

Amfetamín og kannabis fannst við leit á heimili manns á Selfossi á hvítasunnudag. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu.

Hann var látinn laus að því loknu en efnin verða send til frekari rannsóknar og málið að því loknu sent til ákærusviðs lögreglustjórans á Selfossi.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að einn ökumaður var kærður fyrir ölvun við akstur og annar fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Hraðakstur ökumanna hefur aukist en í vikunni voru 38 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur.

Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar á Selfossi þessa hvítasunnuhelgi. Talsvert var umleikis og 234 verkefni og brot skráð hjá Selfosslögreglu.

Fyrri greinMeð geitungabú í svefnherberginu
Næsta greinTíu umferðaróhöpp í umdæmi Selfosslögreglu