Fíkniefni fundust á Selfossi

Lögreglan fann fíkniefni við húsleit á Selfossi í dag. Hafði lögreglan fengi ábendingu um að fíkniefni gætu verið í húsinu.

Lögreglan hefur áður haft afskipti af manninum sem var samvinnuþýður.

Um er að ræða sex grömm af kannabisefnum sem ætluð voru til einkanota að sögn lögreglu.

mbl.is greindi frá þessu