Fíkniefnapar stöðvað

Lögreglan á Selfossi stöðvaði bifreið á Selfossi í gærmorgun þar sem grunur lék á að par í bílnum hefði í fórum sínum fíkniefni.

Fólkið var handtekið og leit gerð á dvalarstað parsins og í bifreiðinni. Tæp tíu grömm af kannabisefnum fundust í bifreiðinni.

Ökumaðurinn var einnig grunaður um aka undir áhrifum fíkniefna.

Fyrri greinEldgosinu virðist lokið
Næsta greinHandtekinn með hliðarspegil