Festu Yaris uppi á miðjum Kili

Félagar í Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum fóru upp á Kjalveg á sunnudaginn og aðstoðuðu erlenda ferðamenn sem höfðu fest Toyota Yaris bíl sinn þar í aurbleytu.

Ferðamennirnir voru á norðurleið og voru komnir nálægt Hveravöllum þegar þeir ákváðu að snúa við þar sem vegurinn var torfær. Á leiðinni til baka festist bíllinn í bleytu skammt frá afleggjaranum inn í Kerlingarfjöll.

Flestir hálendisvegir landsins eru lokaðir þessa dagana vegna aurbleytu og þó að lokunarmerkingar væru í vegkantinum uppi á Bláfellshálsi héldu ferðamennirnir áfram upp á hálendið á Yaris bílnum.

Kort Vegagerðarinnar af ástandi fjallvega

Fyrri greinBjörn sýnir í Listagjánni
Næsta grein„I nearly died and I'm not joking!“