Festu bíl í Steinholtsá

Þórsmörk. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson

Á sjöunda tímanum í kvöld voru björgunarsveitir úr Landeyjum og Hvolsvelli kallaðar að Steinholtsá á Þórsmerkurleið vegna jepplings sem festist þegar ökumaður hans reyndi að þvera ána.

Þrjár konur, allar erlendir ferðalangar, voru í bílnum og hringdu þær eftir aðstoð þegar vatn tók að flæða inn. Þær eru nú komnar á þurrt og dráttarvél úr Húsadal og björgunarmenn vinna nú að því að ná bifreiðinni upp úr ánni.

Að öllu jöfnu ættu slíkir jepplingar að komast yfir Steinholtsá en líklega eru einhverjir vatnavextir í henni svona seinni part dags auk þess sem nokkuð hefur rignt á svæðinu undanfarið.

Fyrri greinSelur rafmagn úr sunnlensku roki
Næsta greinEndurbætt heilsugæsla formlega opnuð