Festist utan vegar

Lögreglan á Hvolsvelli var í dag við eftirlit í Vatnajökulsþjóðgarði, við Lakagíga. Einn erlendur ökumaður á bílaleigubifreið var staðinn að akstri utan vega við Varmárfell, móts við Laka

Hann hafði ekið út fyrir veg yfir mýrarmosa og fest bifreið sína þar. Ökumaðurinn ók þessa leið til að forðast poll á veginum.

Mál þetta fékk viðeigandi meðferð hjá lögreglu en sektir við utanvegaakstri geta numið allt að 500 þúsund krónum.

Fyrri greinViltu taka þátt í Delludegi?
Næsta greinSelfyssingar niðurlægðir á heimavelli