Fréttir Festist í öskuskafli 31. ágúst 2010 8:15 Ferðamaður festi bíl sinn í öskuskafli í gær á vegi 221 sem liggur að austanverðu upp með Jökulsá á Sólheimasandi. Liðsmenn úr björgunarsveitinni Víkverja í Vík í Mýrdal fóru til hjálpar en þegar þeir komu á staðinn var búið að losa bílinn.