Festist í færibandi

Ræstingastarfsmaður slasaðist þegar hann festist í færibandi í fiskvinnsluhúsi Frostfisks í Þorlákshöfn síðdegis í dag.

Heimildir Vísis herma að ekkert belti hafi verið á færibandinu, en öxullinn hafi verið í gangi og náð taki í galla starfsmannsins.

Það voru slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn sem komu fyrstir á staðinn og hlúðu að hinum slasaða. Þeir biðu eftir sjúkrabíl og þegar hann kom unnu slökkviliðsmenn í samvinnu með sjúkraflutningsmönnum að því að losa manninn frá færibandinu með nýjum klippubúnaði slökkviliðsins.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans.

UPPFÆRT 01:30

Fyrri greinKóðað af krafti í Vallaskóla
Næsta greinÁstandið slæmt hjá allt of mörgum