Festi kaupir Kjarnann

Stór hluti fast­eign­ar­inn­ar Aust­ur­veg­ur 1-5 á Sel­fossi, eða Kjarn­ans svo­kallaða, sem meðal ann­ars hýs­ir versl­un Krón­unn­ar, hef­ur verið seld­ur.

Selj­andi er fé­lagið Kjarnafa­st­eign, sem er í eigu Karls Stein­gríms­son­ar, oft kennd­ur við Pels­inn. Kjarnafasteign átti 82% alls húsnæðisins og hefur eign­in verið á sölu frá ár­inu 2011 en í til­kynn­ingu frá Stak­felli fast­eigna­sölu, sem sá um söl­una, kem­ur fram að kaup­verðið sé trúnaðar­mál. mbl.is greinir frá þessu.

Kaup­andi eru Höfðaeign­ir, sem er dótt­ur­fé­lag Festa. Á síðasta ári tók Festi yfir rekst­ur Kaupáss, sem rek­ur m.a. mat­vöru­versl­an­ir und­ir merkj­um Krón­unn­ar.

Aust­ur­veg­ur 1-5 var áður í eigu fé­lags­ins Vindasúla ehf., fé­lags sem einnig var í eigu Karls. Fé­lagið Vindasúl­ur ehf. var hins veg­ar úr­sk­urðað gjaldþrota árið 2011 en á ár­inu 2009 var fast­eign­in færð yfir í Kjarnafa­st­eign ehf.

Frétt mbl.is

Fyrri greinKosið um nýtt nafn í haust
Næsta greinBjörgvin Karl hefur keppni í dag