Festi fót milli steina í Syðri-Ófæru

Björgunarsveitir frá Skaftártungu og Kirkjubæjarklaustri eru nú að koma að Hólaskjóli í Skaftártungu þar sem maður sem er slasaður á fæti þarfnast aðstoðar.

Maðurinn var að vaða Syðri-Ófæru þar sem hún rennur fram hjá tjaldsvæðinu í Hólaskjóli þegar hann festi fótinn milli tveggja steina og sat þar fastur með straumþunga ána upp að mitti.

Landverðir náðu manninum upp úr ánni og bíða með honum eftir aðstoð. Talið er að hann sé fótbrotinn.

Koma þarf manninum yfir ána og undir læknishendur en hann er þannig staðsettur að það er erfiðleikum bundið, m.a. vegna straumþunga árinnar.

Fyrri greinGuðmundur Friðriksson í Selfoss
Næsta greinEldur í rafstöðvarhúsi