Festi bílaleigubílinn utan vegar

Á fimmtudaginn í síðustu viku var erlendur ferðamaður kærður fyrir að aka utan vegar við Kjalveg milli Hveradala og Kerlingafjalla.

Maðurinn festi bifreið sína og þurfti aðstoð bílaleigu sinnar við að leysa úr sínum málum.

Sektargreiðslan var upp á 70 þúsund krónur en í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort einhver kostnaður hafi hlotist af björgunaraðgerðunum.

Þá var annar erlendur ferðamaður kærður fyrir akstur utan vega við Jökulsárlón síðastliðinn miðvikudag. Sá lauk máli sínu með greiðslu sektar að upphæð 50 þúsund krónur.

Fyrri greinEkið á sauðfé á þjóðvegi 1
Næsta greinMikið tjón í eldi í fiskeldisstöð