Fernt bjargaðist úr brennandi sumarbústað

Fjórar manneskjur björguðust út úr brennandi sumarhúsi í Grímsnesinu í nótt en Neyðarlínan fékk tilkynningu um eldinn laust fyrir klukkan fimm í nótt.

Fólkið vaknaði við reykskynjara og komst út úr húsinu þrátt fyrir mikinn reyk og hita. Öll voru þau flutt á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Fólkið var komið út þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Mikill eldur var í húsinu en slökkvistarf gekk vel.

Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að það verði aldrei of oft sagt að reykskynjarar og slökkvitæki geta bjargað mannslífum. Lögreglan segir að tilvist reykskynjara og snarræði aðila á vettvangi varð til þess að ekki hlaust meira tjóna af.

Lögregla hefur lokið vettvangsrannsókn en ekki er hægt að greina frá orsök eldsins að svo stöddu þar sem rannsókn er ekki lokið.

Fyrri greinÁrborg afgreiddi leikinn á tíu mínútum
Næsta greinKristinn Þór Íslandsmeistari í 800m hlaupi