Fern umhverfisverðlaun veitt í Árborg

Eigendur Tryggvagötu 30 voru verðlaunaðir, þau Hafsteinn Kristjánsson, Vilhjálmur Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Árborg

Umhverfisnefnd sveitarfélagsins Árborgar veitti fern verðlaun á degi íslenskrar náttúru í síðustu viku.

Fallegasti garðurinn í Árborg var valinn garðurinn á Tryggvagötu 30 á Selfossi en eigendur hans eru Hafsteinn Kristjánsson, Vilhjálmur Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir.

Fallegasta fjölbýlið er við Austurveg 39-41 á Selfossi og snyrtilegasta fyrirtækið er GK bakarí við Austurveg 31 á Selfossi.

Þá var Vigfús Eyjólfsson á Selfossi heiðraður fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum en hann hefur verið í fararbroddi plokkara í sveitarfélaginu undanfarin ár.

Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri afhentu viðurkenningarnar.

Tryggvagata 30. Ljósmynd/Árborg
Pálmatrésblokkir Austurvegi 39 – 41 á Selfossi. Ljósmynd/Árborg
Ásgeii Valdimarsson, fulltrúi íbúa við Austurveg 39-41 tók við verðlaununum. Ljósmynd/Árborg
GK bakarí við Austurveg 31. Ljósmynd/Árborg
Kjartan Ásbjörnsson og Guðmundur Helgi Harðarson í GK bakaríi tóku við verðlaununum. Ljósmynd/Árborg
Vigfús Eyjólfsson var heiðaður sérstaklega fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum. Ljósmynd/Árborg
Fyrri greinToppbaráttan galopin eftir tvö töp í röð
Næsta greinLögreglan hemlaprófaði vörubíla við Skeiðavegamót