Ferja og fiskiskip losnuðu frá bryggju

Ljósmynd/Björgunarsveitin Björg

Vöruflutningaferjan Akranes og fiskiskipið Þórir SF losnuðu frá bryggju í Þorlákshöfn í morgun.

Björgunarsveitirnar Mannbjörg í Þorlákshöfn og Björg á Eyrarbakka voru kallaðar út til að aðstoða við aðgerðir. Útkallið barst um klukkan hálf átta og eru skipin nú komin aftur upp að bryggju. Aðstæður voru góðar í Þorlákshöfn og aðgerðir gengu vel.

Ekki liggur fyrir hvað olli þessu en samkvæmt upplýsingum sunnlenska.is stendur yfir vinna við hafnargarðinn auk þess sem sjávarstaða er há og mögulega tengist það því að skipin hafi losnað.

Ljósmynd/Björgunarsveitin Björg
Fyrri greinHver perla hefur sína sögu
Næsta greinGrýlupottahlaup 4/2022 – Úrslit