Ferðamenn við Vatnajökul sendu út neyðarkall

Mynd úr safni. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarsveitir voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag eftir að Landhelgisgæslunni barst boð frá neyðarsendi vestur af Sylgjujökli í Vatnajökli.

Í ljós kom að neyðarsendirinn var á vegum ferðamanna sem skilið höfðu eftir ferðaáætlun hjá Safetravel og lágu því fyrir upplýsingar um mennina og ferðir þeirra. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að mennirnir virðst hafa lent í óhappi í dag og eru orðnir kaldir og blautir.

Aðstæður á vettvangi eru ekki með besta móti, mikið hefur ringt þar undanfarið og því töluverður krapi, núna eru snjókoma og lélegt skyggni. Kallaðar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og snjóbílar frá höfuðborgarsvæðinu, sveitirnar sækja nú að vettvangi á snjósleðum, jeppum og snjóbílum. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang með björgunarsveitafólk út Reykjavík.

Fyrri greinFramsókn í Árborg hættir við prófkjörið
Næsta greinNaumt tap fyrir norðan