Ferðamenn í vanda á óbrúuðum ám

Við Steinholtsá. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Síðastliðinn laugardag aðstoðuðu björgunarsveitir erlenda ferðamenn sem fest höfðu bifreið sína í Tungnaá á Landmannaafrétti.

Þeir höfðu sjálfir komið sér á þurrt með viðlegubúnað sinn og því ekki frekar hætta á ferðum þar.

Á föstudag lentu ferðamenn í vanda á leið inn í Þórsmörk en skálaverðir í Húsadal mættu á svæðið á á dráttarvél og aðstoðuðu ferðamenn sem fest höfðu bifreið sína í Steinholtsá.